Til bakaPrenta
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 538

Haldinn í fjarfundi,
09.04.2021 og hófst hann kl. 07:00
Fundinn sátu: Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður,
Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður,
Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður,
Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður,
Jón Pétursson aðalmaður,
Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi,
Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið.
Fundargerð ritaði: Kristinn Pálsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202005057 - Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030
Á fundinum verður fjallað um stofnanir, frístundasvæði og reiðleiðir á opnum og óbyggðum svæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís og kynna erindi umræddara málaflokka.
Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís kynnti samantekt.
2. 201905216 - Selholt - umsókn um breytingu á aðalskipulagi
Óskað eftir að breyta nýtingu lands L-123760 og L-123761 úr landbúnarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Umsókn um breytingu á aðalskipulagi_2019.pdf
3. 202005057 - L222515 við Hafravatn - breyting á aðalskipulagi
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-222515 við Hafravatn úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Erindi til skipulagsnefndar.pdf
Athugasemd við aðalskipulag Mosfellsbæjar okt 2020.pdf
4. 201812171 - Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun
Óskað er eftir að breyta landnotkun á jörðinni L-123636 í annars vegar blandaða landbúnaðar- og íbúðarbyggð og hins vegar í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun.pdf
5. 202006488 - Lynghóll í landi Miðdals - breyting á aðalskipulagi
Óskað er eftir að fá að breyta nýtingu lands L-199733 úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu á lóð í landi Lynghóls.pdf
Lynghólsland Breyting á ASK fyrirspurn.pdf
6. 201901309 - Miðdalsland landnr. 199733 - ósk um breytingu á aðalskipulagi
Óskað er eftir að óbyggðu svæði í landi Miðdals verði breytt í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Miðdalsland 199733.pdf
7. 201809340 - Hamrabrekkur 5 - breyting aðalskipulags
Óskað er eftir breytingu á aðskipulagi á landi L-124652 þannig að hægt sé að heimila þar reksturs gistiheimilis.
Lagt fram og kynnt.
Erindi til skipulagsnefndar vegna Hamrabrekku.pdf
8. 201903466 - Heytjarnarheiði - ósk um breytingu á landnotkunarflokkum
Óskað er eftir að breyta L-224008, L-226500, L-226499 og L-226627 úr óbyggðum svæðum í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Erindi til nefndarinnar.pdf
kort v. endurskoðunar aðalskipulags.pdf
9. 202007345 - Frístundaland við Hafravatn L125485 - ósk um byggingu sumarhúsa
Óskað er eftir uppbyggingarheimild á landi L-125485 við norðanvert Hafravatn.
Lagt fram og kynnt.
Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa.pdf
umbod.pdf
AFSAL.pdf
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 521 (28.8.2020) - Frístundaland við Hafravatn L125485 - ósk um byggingu sumarhúsa.pdf
10. 202103679 - Elliðakotsland L123632 - aðalskipulagsbreyting
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-123632 við Elliðakot úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
Elliðakot fyrispurn180321.pdf
Elliðakot skýringaruppdrættir.pdf
11. 201903149 - Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða
Óskað eftir að reiðleiðir verði endurskoðaðar í nýju aðalskipulagi.
Lagt fram og kynnt.
Erindi til Skipulagsnefndar.pdf
Hestamannaf. Hörður - ósk um endurskoðun reiðleiða.pdf
12. 202008817 - Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur
Óskað er eftir að hluti reiðleiðar Ístakshrings verði færður til.
Lagt fram og kynnt.
13. 202008002 - Reiðstígur í Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi
Óskað er eftir að reiðstígur í gildandi aðalskipulagi verði fjarlægður úr landi Húsadals.
Lagt fram og kynnt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta